Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, tekur undir hugmyndir um að auka lestrarkennslu í leikskólum og að gera leikskóla að þátttakendum í degi íslenskrar tungu í samtali við Morgunblaðið.
Í dag er haldið upp á dag íslenskrar tungu og af því tilefni eru veitt Íslenskuverðlaun unga fólksins.
„Það fer svo mikil skapandi vinna fram í leikskólum, eins og allir foreldrar vita. Það má hvetja leikskóla og foreldra til að vera í auknu samstarfi í þeirri viðleitni að örva lestur,“ segir Vigdís í Morgunblaðinu í dag.