Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók fimm manns um hálf ellefuleytið í gærkvöldi í Breiðholti en þeir eru grunaðir umbrot á vopnalögum. Fimmmenningarnir gista allir fangageymslur lögreglunnar vegna rannsókn málsins.
Upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi var síðan maður handtekinn í heimahúsi í Breiðholti en hann er grunaður um hótanir, vörslu fíkniefna og fleira. Maðurinn er í fangageymslu fyrir rannsókn máls.