Schengen-samstarfið „nánast ónýtt“

Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins.
Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Sam­starf Evr­ópu­ríkja um landa­mæra­eft­ir­lit, svo­kallað Schengen-sam­starf, er í upp­námi. Það er ekki bara í upp­námi, það er nán­ast ónýtt,“ sagði Karl Garðars­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, á Alþingi í dag í umræðum um störf þings­ins. Rifjaði hann upp að sam­starfið sner­ist um virkt ytra eft­ir­lit en að lítið sem ekk­ert innra eft­ir­lit eft­ir að fólk væri komið inn á svæðið.

„Staðan er sú að á degi hverj­um streyma þúsund­ir manna óhindrað inn á Schengen-svæðið án vega­bréfa­árit­un­ar og oft með fölsuð skil­ríki. Marg­ir þess­ara ein­stak­linga eru að flýja stríð og því ber okk­ur að taka á móti þeim þó ekki sé nema af mannúðarástæðum. Aðrir nýta sér ástandið í efna­hags­leg­um til­gangi, vilja betra líf í vest­ræn­um lönd­um, hærri laun, betra bóta­kerfi o.s.frv.,“ sagði þingmaður­inn. Sagði hann töl­ur hag­stofu Evr­ópu­sam­bands­ins, Eurostat, benda til þess að ein­ung­is 21% hæl­is­leit­enda sem komið hefðu til ríkja sam­bands­ins væru frá Sýr­landi.

„Mér finnst frá­bært að geta ferðast um inn­an Schengen-svæðis­ins án sér­staks vega­bréfa­eft­ir­lits. Eft­ir­lit á ytri mörk­um svæðis­ins er hins veg­ar ein­fald­lega ónýtt. Ekk­ert fer að draga úr flótta­manna­straumi á næst­unni eða á næstu árum. Það vita all­ir. Af hverju tök­um við ekki upp al­vöru­um­ræðu um Schengen í stað þess að ýta vand­ræðunum á und­an okk­ur þar til allt er komið í óefni?“ sagði Karl að lok­um.

Frétt mbl.is: Schengen-sam­starfið „í mol­um“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert