Tillaga um borgaralaun aftur lögð fram

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata.
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þing­menn Pírata hafa lagt fram á Alþingi þings­álykt­un­ar­til­lögu þess efn­is að fé­lags- og hús­næðismálaráðherra verði falið í sam­starfi við fjár­mála- og efna­hags­ráðherra „að skipa starfs­hóp sem kort­leggi leiðir til að tryggja öll­um borg­ur­um lands­ins skil­yrðis­lausa grunn­fram­færslu með það að mark­miði að styrkja efna­hags­leg og fé­lags­leg rétt­indi fólks og út­rýma fá­tækt.“ Það er svo­kölluð borg­ara­laun. Til­lag­an var áður lögð fram á síðasta lög­gjaf­arþingi en náði þá ekki fram að ganga.

„Skil­yrðis­laus grunn­fram­færsla er hug­mynd að kerfi sem ætlað er að leysa al­manna­trygg­inga­kerfið af hólmi eða í það minnsta ein­falda það veru­lega, gera það rétt­lát­ara og sömu­leiðis upp­ræta ákveðinn inn­byggðan ójöfnuð í sam­fé­lag­inu. Þetta er fram­kvæmt með því að greiða hverj­um og ein­um borg­ara fjár­hæð frá rík­inu óháð at­vinnu eða öðrum tekj­um. Þessi upp­hæð er hugsuð sem grunn­fram­færsla til að tryggja þau efna­hags­legu og fé­lags­legu rétt­indi sem Ísland er samn­ings­bundið til að tryggja sam­kvæmt alþjóðasamn­ingi Sam­einuðu þjóðanna um efna­hags­leg, fé­lags­leg og menn­ing­ar­leg rétt­indi,“ seg­ir í grein­ar­gerð.

Þings­álykt­un­ar­til­lag­an í heild

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert