Ekki boðið út í 79% tilfella

Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, segir niðurstöðurnar vera mikil vonbrigði.
Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, segir niðurstöðurnar vera mikil vonbrigði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Niðurstöður frá öllum ráðuneytum úr könnun meirihluta fjárlaganefndar á útboðsmálum opinberra stofnana liggja nú fyrir.

Samtals voru 160 stofnanir spurðar hvort útboð hefðu farið fram í sjö útboðsflokkum en í ljós kom að ekki er boðið út í 79% tilfella, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinuí dag.

Hlutfall stofnana sem bjóða út í hverjum flokki er: Tölvu- og fjarskiptabúnaður 42,5%, fjarskiptaþjónusta og hýsing 45,6%, hugbúnaðargerð vegna heimasíðu eða gagnvirks kerfis 14,4%, raforka 7,5%, iðnaðarmenn 18,8%, hugbúnaðarleyfi 18,8% og almenn rekstrarráðgjöf 1,3%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert