„Við höfum ítrekað erindið við ráðuneytið en bíðum enn eftir viðbrögðum þess,“ segir Jón Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, vegna greinargerðar um eflingu viðbúnaðar lögreglu sem embættið sendi frá sér í apríl sl.
Þar kemur m.a. fram að þörf sé á að bæta vopnabúnað og annan búnað lögreglu þannig að unnt verði að búa 150 lögreglumenn með fullnægjandi hætti á hverjum tíma og hægt að tryggja viðunandi viðbúnaðargetu hjá lögreglunni eftir að búnaðarefling, viðbragðsáætlanagerð og þjálfun hefur farið fram.
Allsherjar- og menntamálanefnd var kynnt staða mála hinn 6. október en í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Jón menn telja skortinn alvarlegan.