Kvikmyndaver í Gufunesi

Horft til Gufuness frá Hallsteinsgarði.
Horft til Gufuness frá Hallsteinsgarði. mynd/Reykjavíkurborg

Borg­ar­ráð samþykkti í dag til­lögu borg­ar­stjóra um að ganga til viðræðna við RVK Studi­os um al­hliða kvik­mynda­ver sem verður hluti af framtíðarmynd Gufu­ness og ein af for­send­um í skipu­lags­sam­keppni sem efnt verður til.

Ákvörðunin tek­ur jafn­framt mið af til­lög­um stýri­hóps um nýt­ingu svæðis­ins og viðbrögðum við aug­lýs­ingu Reykja­vík­ur­borg­ar frá í sum­ar.

Þetta kem­ur fram á vef borg­ar­inn­ar.

Þar seg­ir enn­frem­ur, að leik­stjór­inn Baltas­ar Kor­mák­ur og stjórn­end­ur RVK Studi­os hafi í sum­ar óskað eft­ir viðræðum um kaup á hluta af gömlu Áburðar­verk­smiðjunni í Gufu­nesi og út­hlut­un lóðar við húsið með það fyr­ir aug­um að byggja upp aðstöðu fyr­ir kvik­mynd­a­starf­semi.

„Kvik­mynda­ver í Reykja­vík mun stuðla að fjölg­un verk­efna og efla reynslu ís­lenskra kvik­mynda­gerðarmanna. Með fleiri verk­efn­um efl­ist stöðug­leiki í iðnaðinum, auk þess að til verður áhuga­verður kost­ur fyr­ir hæfi­leika­fólk sem hingað til hef­ur að mestu fundið verk­efni við hæfi er­lend­is. Kvik­mynda­ver í Reykja­vík mun þannig styrkja stoðir ís­lenskr­ar kvik­mynda­gerðar og fram­leiðslu sjón­varps­efn­is og auka sam­keppni á alþjóðleg­um markaði,“ seg­ir í er­ind­inu.

Borg­in seg­ir, að borg­ar­ráð hafi samþykkt að fela skrif­stofu eigna og at­vinnuþró­un­ar að ganga til viðræðna við RVK Studi­os á grund­velli fyr­ir­liggj­andi mats á verðmæti eign­anna. Sam­hliða verði tekn­ar upp viðræður við Íslenska gáma­fé­lagið um flutn­ing þess af svæðinu og er það í sam­ræmi við ákvæði í leigu­samn­ingi.

Leitað verður að lausn sem hent­ar báðum aðilum og er til skoðunar að Esju­mel­ar á Kjal­ar­nesi verði at­hafna­svæði Íslenska gáma­fé­lags­ins þegar leigu­tími þess renn­ur út í lok árs 2018.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert