Norðurljós voru áberandi á himni í gærkvöldi á sama tíma og Leonítaloftsteinadrífan náði hámarki sínu. Útsendarar Stjörnufræðivefsins náðu rauntímamyndum af norðurljósunum og loftsteini skjótast í gegnum þau.
Myndbandið, sem birtist á Facebook-síðu Stjörnufræðivefsins, var tekið yfir Reykjavík í gærkvöldi en á því má sjá norðurljósin liðast um himininn í rauntíma. Þegar ein mínúta er liðin af því má sjá loftstein birtast og brenna upp í miðri norðurljósasýningunni. Mælt er með því að horfa á myndbandið í háskerpu.
Leonítar voru í hámarki í gær og í fyrradag en það er loftsteinadrífa sem má rekja til halastjörnunnar 55P/Tempel-Tuttle sem gengur um sólina á um 33 árum. Þeir hafa hraðfleygustu agnir allra loftsteinadrífa á jörðinni, að því er segir á Stjörnufræðivefnum.
Norðurljós og loftsteinahrap 18. nóvember yfir ReykjavíkÞau voru glæsileg norðurljósin sem sáust í gærkvöld. Við náðum nokkrum rauntímaupptökum af þeim eins og hér sést. Á 01:00 sést nokkuð magnað! Munið að smella á HD!The northern lights were pretty amazing last night and we got some footage. At 01:00, something even more amazing can be seen! Remember to press HD!
Posted by Stjörnufræðivefurinn on Thursday, 19 November 2015