Sýknaðir af hópnauðgun

mbl.is

Fimm pilt­ar voru í dag sýknaðir af hópnauðgun í Héraðsdómi Reykja­vík­ur en einn þeirra var hins veg­ar dæmd­ur í 30 daga skil­orðsbundið fang­elsi fyr­ir að mynda at­vikið. Hon­um var einnig gert að greiða stúlk­unni 500 þúsund krón­ur í miska­bæt­ur auk vaxta. Pilt­arn­ir eru í dag á aldr­in­um 18-20 ára en at­vikið átti sér stað í íbúð í Breiðholti í Reykja­vík í maí á síðasta ári. Stúlk­an er 18 ára í dag en var 16 ára þegar at­vikið varð.

Fram kem­ur í dómn­um að pilt­an­ir hafi all­ir neitað því að hafa nauðgað stúlk­unni og að sam­ræmi hafi verið á milli framb­urðar þeirra í þeim efn­um á meðan þeir hafi setið í gæslu­v­arðhaldi í kjöl­far þess að þeir voru hand­tekn­ir. Þeir hafi að sama skapi all­ir borið að þeir hafi talið stúlk­una hafa tekið af fús­um og frjáls­um vilja þátt í þeim kyn­ferðis­at­höfn­um sem átt hafi sér stað.

Hins veg­ar seg­ir að framb­urður stúlk­unn­ar hafi verið breyti­leg­ur um sum atriði og enn­frem­ur hafi komið fram í máli henn­ar að hún myndi sumt illa. Hún virt­ist fyrst hafa talað um nauðgun eft­ir að mynd­bands­upp­tök­una hafi borið á góma. Er þar meðal ann­ars vísað til vitn­is­b­urðar þriggja vitna í mál­inu um að stúlk­an hafi sagt að færi mynd­bandið í dreif­ingu myndi hún segja að um nauðgun hafi verið að ræða.

Héraðsdóm­ur komst að þeirri niður­stöðu að framb­urður pilt­anna væri trú­verðugur og að þeir hafi hver og einn greint hrein­skiln­is­lega frá máls­at­vik­um. Ekk­ert hafi komið fram í mál­inu sem gefi til kynna að þeir hafi haft ástæðu til að ætla annað en að stúlk­an væri samþykk því sem fram hafi farið í her­berg­inu. Stúlk­an hafi sagt að hún hafi gefið pilt­un­um til kynna að hún vildi ekki vera með þeim en ekki sagt það ber­um orðum. Síðar hafi hún sagt að hún gæti hafa sagt það ber­um orðum við pilt­ana en myndi það ekki.

Enn­frem­ur seg­ir í dómn­um að gögn um skoðun neyðar­mót­töku styðji ekki framb­urð stúlk­unn­ar um að henn­ar hafi verið nauðgað gegn ein­dreg­inni neit­un pilt­anna. Fyr­ir vikið sé ósannað að pilt­arn­ir hafi gerst sek­ir um þá hátt­semi sem þeim er gefið að sök.

Þrír dóm­ar­ar dæmdu málið og skilaði einn þeirra, Arn­grím­ur Ísberg, séráliti þar sem hann taldi að þyngri refs­ing ætti að liggja við því broti að taka at­vikið upp og hærri bæt­ur enda væri um að ræða „mjög al­var­legt brot“ og „mikla mein­gerð af hálfu ákærða gagn­vart brotaþola.“

Rík­is­sak­sókn­ari ákærði menn­ina í sum­ar en stúlk­an lagði fram kæru á hend­ur pilt­un­um þann 7. maí á síðasta ári. Pilt­arn­ir voru hand­tekn­ir sam­dæg­urs. Rann­sókn máls­ins var um­fangs­mik­il, m.a. var lögð fram mynd­bands­upp­taka sem tek­in var á síma eins pilt­anna. Þá voru tekn­ar skýrsl­ur af fjölda fólks.

Pilt­arn­ir geng­ust all­ir við því að hafa haft sam­far­ir við stúlk­una, en sögðust hafa talið að hún væri því samþykk sem fyrr seg­ir. Stúlk­an fór fram á skaða- og miska­bæt­ur að upp­hæð rúm­lega 10 millj­ón­ir króna auk vaxta og máls­kostnaðar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert