Íslenskir lífeyrissjóðir sterkir í samanburði

Íslenskir lífeyrissjóðir skiluðu 7,2% raunávöxtun á síðasta ári.
Íslenskir lífeyrissjóðir skiluðu 7,2% raunávöxtun á síðasta ári. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Það er aðeins í Hollandi sem eignir lífeyrissjóða mælast sem hærra hlutfall vergrar landsframleiðslu en á Íslandi.

Þannig var hlutfallið 160% í Hollandi í lok síðasta árs en hérlendis stóð það í 147%. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu OECD, sem fjallað er um í Morgunblaðinu í dag.

Athygli vekur að meðan íslenska kerfið byggist að mestu á innlendum fjárfestingum og erlendar fjárfestingar eru aðeins um fjórðungur af kerfinu eða 24,8% hafa hollenskir lífeyrissjóðir fjárfest stærstan hluta eigna sinna erlendis eða tæp 82%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert