Undirbúa byggingu samtals 900 íbúða á Kársnesi í Kópavogi

Þessi fjölbýlishús eru á svæði á Kársnesi sem er enn …
Þessi fjölbýlishús eru á svæði á Kársnesi sem er enn á hugmyndastigi. Teikning/Björn Skaptason/Atelier arkitektar

Ármann Kr. Ólafs­son, bæj­ar­stjóri Kópa­vogs, bind­ur von­ir við að í byrj­un næsta ára­tug­ar, eða eft­ir fimm til sex ár, verði búið að byggja sam­tals 900 íbúðir á tveim­ur upp­bygg­ing­ar­svæðum á Kárs­nes­inu. Upp­bygg­ing á fyrra svæðinu er þegar haf­in en það síðara er á hug­mynda­stigi.

Miðað við að sölu­verð hverr­ar íbúðar sé 35 millj­ón­ir að meðaltali, sem er hóf­legt mat, er heild­ar­sölu­verð íbúðanna 900 um það bil 31,5 millj­arðar króna, kem­ur fram í um­fjöll­un um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Ármann seg­ir nýja brú yfir Foss­vog­inn munu tengja nýju svæðin við miðborg Reykja­vík­ur. Nú séu hug­mynd­ir um að stræt­is­vagn­ar geti ekið yfir brúna og þannig tengt bæj­ar­fé­lög­in tvö.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert