Undirbúa byggingu samtals 900 íbúða á Kársnesi í Kópavogi

Þessi fjölbýlishús eru á svæði á Kársnesi sem er enn …
Þessi fjölbýlishús eru á svæði á Kársnesi sem er enn á hugmyndastigi. Teikning/Björn Skaptason/Atelier arkitektar

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, bindur vonir við að í byrjun næsta áratugar, eða eftir fimm til sex ár, verði búið að byggja samtals 900 íbúðir á tveimur uppbyggingarsvæðum á Kársnesinu. Uppbygging á fyrra svæðinu er þegar hafin en það síðara er á hugmyndastigi.

Miðað við að söluverð hverrar íbúðar sé 35 milljónir að meðaltali, sem er hóflegt mat, er heildarsöluverð íbúðanna 900 um það bil 31,5 milljarðar króna, kemur fram í umfjöllun um málið í Morgunblaðinu í dag.

Ármann segir nýja brú yfir Fossvoginn munu tengja nýju svæðin við miðborg Reykjavíkur. Nú séu hugmyndir um að strætisvagnar geti ekið yfir brúna og þannig tengt bæjarfélögin tvö.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert