Ekki sjálfgefið að kveikt verði aftur

Álverið í Straumsvík.
Álverið í Straumsvík. mbl.is/Árni Sæberg

Fari starfsmenn Rio Tinto Alcan á Íslandi í verkfall og slökkt verði á öllum 480 kerum álversins í Straumsvík er meiriháttar mál að kveikja aftur á þeim.

Ekki er sjálfgefið að yfirhöfuð verði kveikt á þeim aftur, segir Ólafur Teitur Guðnason, talsmaður Rio Tinto Alcan á Íslandi, í Morgunblaðinu í dag.

„Okkar verkefni er að reyna að koma í veg fyrir það og að reyna að ná samningum,“ segir hann. Verkfall starfsmanna hefst 2. desember verði ekki búið að skrifa undir nýjan kjarasamning. Næsti fundur í deilunni er á morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert