Þingvallanefnd hefur samþykkt teikningar frá arkitektum Glámu Kím að stækkun gestastofunnar á Hakinu við Almannagjá á Þingvöllum.
Byggingin verður stækkuð úr 200 fermetrum í 1.000 og verður öll aðstaða til kynningar og fræðslustarfs mun betri en verið hefur.
Viðbyggingin mun snúa til norðurs frá húsinu sem fyrir er, en verður í mjög svipuðum stíl, það er ein hæð og í stíl sem bæði í lögun og lit fellur vel inn í náttúru staðarins. Starfsmenn Landslags ehf. sjá um mótun næsta umhverfis, en þessu verkefni mun fylgja nokkurt umrót.