Mál Bigga löggu til skoðunar

Biggi lögga.
Biggi lögga. Skjáskot af myndskeiði Bigga löggu

Erindi sem lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson sendi lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna ummæla Birgis Arnar Guðjónssonar, sem er betur þekktur sem Biggi lögga, er nú til skoðunar hjá lögreglunni. Biggi hafði tjáð sig um dóm í kynferðisafbrotamáli sem embættið hafði áður haft til rannsóknar, en Sveinn Andri var verjandi eins þeirra sem var sýknaður í málinu.

Lögreglan sendi eftirfarandi svar við fyrirspurn mbl.is um málið: „Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur móttekið erindi sem varðar ummæli sem starfsmaður Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu viðhafði á sinni einkasíðu á samfélagsmiðli, vegna dóms sem féll nýverið í kynferðisbrotamáli sem embættið hafði til áður haft til rannsóknar. Farið verður yfir atvik og metið hvort að gripið verði til aðgerða af hálfu embættisins. Ekki er hægt að tjá sig frekar um málið að svo komnu.“ Var það Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri sem sendi svarið.

Í færslu sem Biggi skrifaði á Facebook síðu sína sagði hann að samfélagið nái utan um brot mannanna sem voru sýknaðir þótt réttarkerfið geri það ekki. „ Það sem ég veit er að þið notuðuð lík­ama sex­tán ára ölvaðrar stúlku. Þið skipt­ust á að ríða henni og tókuð það upp á mynd­band. Hvað voruð þið að hugsa? Sama hver aðdrag­and­inn var eða hver sagði hvað að þá áttuð þið alltaf að vita að þetta væri svo kolrangt. Þó svo að dóm­stóll hafi sýknað ykk­ur þá þurfið þið að lifa við þenn­an verknað ykk­ar. Sam­fé­lagið hef­ur dæmt ykk­ur seka,“ skrifaði Biggi í færslunni.

Sagði Sveinn Andri Bigga með þessu hafa sagt sakborninga vera nauðgara og að þetta væri gegn grundvallarreglum lögreglumanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert