Tilkynna framkvæmdir í vor

Svona sjá menn fyrir sér að álverið, sem áformað er …
Svona sjá menn fyrir sér að álverið, sem áformað er að reisa á Hafursstöðum á Skaga nyrðra, gæti litið út. Tölvumynd/Ark-þing

„Ef ekkert óvænt gerist tilkynnum við með vorinu að bygging álversins verði að veruleika,“ segir Ingvar Unnsteinn Skúlason hjá Klöppum Development ehf.

Forsvarsmenn fyrirtækisins, sem eru í samstarfi við Kínverja, áforma að reisa 120 þúsund tonna álver við Hafursstaði í Skagabyggð, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Fulltrúar Klappa, sveitarfélaga nyrðra og verkfræðingar fóru til Kína í síðasta mánuði til að kynna sér álframleiðslu þar og glöggva sig almennt á málavöxtu. Þá hefur verið óskað eftir því við fjárlaganefnd Alþingis að allt að 70 milljónum króna verði varið til rannsókna og greiningar á innviðum og samfélagi á Norðurlandi vestra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert