Tilkynna framkvæmdir í vor

Svona sjá menn fyrir sér að álverið, sem áformað er …
Svona sjá menn fyrir sér að álverið, sem áformað er að reisa á Hafursstöðum á Skaga nyrðra, gæti litið út. Tölvumynd/Ark-þing

„Ef ekk­ert óvænt ger­ist til­kynn­um við með vor­inu að bygg­ing ál­vers­ins verði að veru­leika,“ seg­ir Ingvar Unn­steinn Skúla­son hjá Klöpp­um Develop­ment ehf.

For­svars­menn fyr­ir­tæk­is­ins, sem eru í sam­starfi við Kín­verja, áforma að reisa 120 þúsund tonna ál­ver við Haf­ursstaði í Skaga­byggð, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Full­trú­ar Klappa, sveit­ar­fé­laga nyrðra og verk­fræðing­ar fóru til Kína í síðasta mánuði til að kynna sér álfram­leiðslu þar og glöggva sig al­mennt á mála­vöxtu. Þá hef­ur verið óskað eft­ir því við fjár­laga­nefnd Alþing­is að allt að 70 millj­ón­um króna verði varið til rann­sókna og grein­ing­ar á innviðum og sam­fé­lagi á Norður­landi vestra.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert