Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir að ekki séu til skoðunar í viðskiptaráðuneytinu breytingar á viðskiptabanni milli Rússlands og Íslands samhliða auknu samstarfi Rússa og Vesturlanda í baráttunni gegn hryðjuverkamönnum.
Hann segir Rússa þurfa að standa við Minsk-samkomulagið svokallaða áður en breytingar verði gerðar á viðskiptabanninu, en samkomulagið felur í sér vopnahlé í Austur-Úkraínu.
„Það er mikilvægt að standa við gert samkomulag, þ.e. Minsk-samkomulagið. Þá verður byrjað að draga úr þvingunum,“ segir Gunnar í Morgunblaðinu í dag.