Beygur í Íslendingum en allir eru þó rólegir

Her- og lögreglumenn eru á hverju strái í Brussel.
Her- og lögreglumenn eru á hverju strái í Brussel. mbl.is/afp

„Það er eðlilega beygur í mönnum hér, ekki síst fólki með börn, og margir halda sig heima við. Við vonum öll að þessu ástandi ljúki sem fyrst.“

Þetta segir Bergdís Ellertsdóttir, sendiherra Íslands í Brussel, aðspurð í Morgunblaðinu í dag um starfsemi sendiráðsins og líðan Íslendinga í borginni í ljósi hættuástandsins sem þar hefur verið undanfarna daga.

Bergdís segir að starfsemi sendiráðsins gangi að mestu leyti sinn vanagang, en nokkrir starfsmenn hefðu þó ekki getað komið til vinnu þar sem almenningssamgöngur liggja að mestu niðri og skólar og leikskólar eru lokaðir. „Yfirvöld hafa sagt okkur að ekki sé sérstök hætta á að ráðist verði á sendiráðið eða önnur sendiráð,“ segir Bergdís.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert