Kaupa togara frá Noregi til Bolungarvíkur

Sirrý ÍS verður nafn togara Jakobs Valgeirs ehf. en fyrirsjáanlegar …
Sirrý ÍS verður nafn togara Jakobs Valgeirs ehf. en fyrirsjáanlegar eru miklar breytingar í starfsemi fyrirtækisins með þessu nýja skipi.

Útgerðarfyrirtækið Jakob Valgeir ehf. í Bolungarvík hefur fest kaup á norskum togara sem væntanlegur er til landsins um miðjan janúar næstkomandi.

Togarinn er um 700 tonn, var smíðaður árið 1998, heitir Stamsund og er skráður í Svolvær í Norður-Noregi. Togari hefur ekki verið gerður út frá Bolungarvík um langt árabil og því markar þessi fjárfesting nokkur kaflaskil í atvinnulífinu þar.

Hið nýja Bolungarvíkurskip fær nafnið Sirrý ÍS 36 og fyrir það voru gefnar um 20 milljónir norska króna, eða um 300 millj. íslenskra kr.  Veiðiheimildir línuskipsins Þorlákur ÍS, um 3.500 þorskígildistonn, verða færðar yfir á togarann, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert