Þurfa ekki að vera andstæður

Ólöf Nordal innanríkisráðherra.
Ólöf Nordal innanríkisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það verður að vera hægt að horfa á samspil almenningssamgangna og nauðsynlegrar uppbyggingar samgöngumannvirkja. Ég vil ekki stilla þessu upp hvort gegn öðru. Hvort á að gera stutt við hitt,“ sagði Ólöf Nordal innanríkisráðherra á Alþingi í dag í sérstakri umræðu um almenningssamgöngur og uppbyggingu þeirra á höfuðborgarsvæðin. Sagði hún ljóst að ekki væri viðunandi að framkvæmdir í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu væri sífellt frestað.

Málshefjandi var Heiða Kristín Helgadóttir, varaþingmaður Bjartrar framtíðar. Lagði hún áherslu á mikilvægi framþróunar almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Eitt fyrirséð vandamál væri að mæta fólksfjölgun á svæðinu án þess að bifreiðeign ykist í sama hlutfalli. Lausn í þeim efnum væri borgarlína sem yrði annað hvort léttlestakerfi eða hraðvagnakerfi. Borgarlínan yrði raunhæfur kostur í samgöngumálum og gegndi lykilhlutverki í að breyta ferðavenjum fólks.

„Við verðum að gera horft á uppbyggingu almenningssamgangna og uppbyggingu nauðsynlegra innviða í samgöngukerfinu saman. Það er alveg óþarft að alveg óþarft að stilla hlutunum upp sem annað hvort eða. Það er fjölbreytt flóra fólks sem býr í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu og við þurfum að við verðum um leið og við leggjum fram stefnu til frambúðar að taka tillit til þess.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert