Báturinn líklega ónýtur

Eldurinn var mikill.
Eldurinn var mikill. Ljósmynd/Tryggvi Sigurðsson

Búið er að slökkva eld í smá­bátn­um Brandi VE sem kom upp í há­deg­inu. Bát­ur­inn er  gerður út frá Vest­manna­eyj­um og var einn maður um borð þegar eld­ur­inn kviknaði. Að sögn Sveins Val­g­arðsson­ar, skip­stjóra Lóðsins VE, sem kom á vett­vang, hef­ur eld­ur­inn verið slökkt­ur og er nú verið að draga bát­inn í land. Hann tel­ur lík­legt að bát­ur­inn sé ónýt­ur en fram­end­inn er al­veg brunn­inn.

Eins og fyrr seg­ir var einn um borð og var hon­um bjargað af áhöfn­inni á Frá VE. Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar var jafn­framt send á staðinn ásamt björg­un­ar­skip­inu Þór.

Meðfylgj­andi mynd er tek­in af Tryggva Sig­urðssyni, skip­verja á Frá en á henni má sjá hversu mik­ill eld­ur­inn var. Brand­ur VE er 8,7 metra lang­ur og 5,8 tonn að stærð. Mynd­in birt­ist á vef Afla­frétta. 

Að sögn Sveins ligg­ur ekki fyr­ir hvernig kviknaði í.

Fyrri frétt mbl.is: Al­elda bát­ur við Vest­manna­eyj­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert