Ekki boðað til nýs fundar

Verkfall hefst 2. desember.
Verkfall hefst 2. desember. mbl.is/Árni Sæberg

Fundað var í kjaradeilu starfsmanna álversins í Straumsvík í húsakynnum ríkissáttasemjara eftir hádegi í dag. Engin niðurstaða varð á fundinum og lauk honum án þess að boðað yrði til nýs sáttafundar vegna deilunnar.

„Það gerðist í raun ekki neitt. Eftir að við mættum á staðinn biðum við í tvær klukkustundir og svo þegar við loks hittumst þá leiddi það ekki til neinna viðræðna,“ segir Gylfi Ingvarsson, talsmaður starfsmanna í Straumsvík, í samtali við mbl.is.

Bætti hann því við að ekki hefði verið boðað til nýs fundar.

Takist ekki að semja hefst verkfall starfsmanna álversins í Straumsvík 2. desember næstkomandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert