Telur ESB-umsóknina mögulega enn í gildi

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Matthias Brinkmann, sendiherra ESB …
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Matthias Brinkmann, sendiherra ESB á Íslandi. Mynd/forseti.is

Óvíst er hvort umsókn Íslands um aðild að ESB frá árinu 2009 sé fallin úr gildi eða hvort það myndi nægja nýrri ríkisstjórn að óska eftir því að viðræðurnar hæfust á ný.

Þetta er mat Matthias Brinkmann, sendiherra ESB á Íslandi, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Samþykkt var á Alþingi sumarið 2009 að sækja um aðild að ESB og hófust viðræðurnar formlega um sumarið 2010. Það gerðist svo í janúar 2013 að vinstristjórnin setti viðræðurnar á ís, skömmu fyrir þingkosningarnar þá um vorið. Það dró svo næst til tíðinda að Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sendi í mars sl. bréf til formennskuríkis ESB og óskaði þess þar að Ísland yrði ekki lengur álitið umsóknarríki. Ríkisstjórnin hefði ekki í hyggju að hefja aðildarviðræðurnar á ný.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert