Telur ESB-umsóknina mögulega enn í gildi

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Matthias Brinkmann, sendiherra ESB …
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Matthias Brinkmann, sendiherra ESB á Íslandi. Mynd/forseti.is

Óvíst er hvort um­sókn Íslands um aðild að ESB frá ár­inu 2009 sé fall­in úr gildi eða hvort það myndi nægja nýrri rík­is­stjórn að óska eft­ir því að viðræðurn­ar hæf­ust á ný.

Þetta er mat Matt­hi­as Brinkmann, sendi­herra ESB á Íslandi, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Samþykkt var á Alþingi sum­arið 2009 að sækja um aðild að ESB og hóf­ust viðræðurn­ar form­lega um sum­arið 2010. Það gerðist svo í janú­ar 2013 að vinstri­stjórn­in setti viðræðurn­ar á ís, skömmu fyr­ir þing­kosn­ing­arn­ar þá um vorið. Það dró svo næst til tíðinda að Gunn­ar Bragi Sveins­son ut­an­rík­is­ráðherra sendi í mars sl. bréf til for­mennsku­rík­is ESB og óskaði þess þar að Ísland yrði ekki leng­ur álitið um­sókn­ar­ríki. Rík­is­stjórn­in hefði ekki í hyggju að hefja aðild­ar­viðræðurn­ar á ný.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert