Miðborgin verður appelsínugul

Fjöldi fólks tekur þátt í göngunni.
Fjöldi fólks tekur þátt í göngunni.

Ljósaganga UN Women fer fram í kvöld, miðvikudagskvöldið 25. nóvember, á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi.

Dagurinn markar upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem UN Women á Íslandi ásamt öðrum félagasamtökum hér á landi eru í forsvari fyrir. Yfirskrift Ljósagöngunnar í ár er – „Heyrum raddir allra kvenna“. Freyja Haraldsdóttir, talskona Tabú, leiðir gönguna í ár og flytur viðstöddum hugvekju.

Gangan hefst klukkan 19.00 á Arnarhóli við styttu Ingólfs Arnarsonar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert