Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að breytt og eflt landamæraeftirlit hér á landi sé í skoðun hjá þar til bærum yfirvöldum.
Ytri landamæri, sem séu forsenda Schengen-samstarfsins, séu hætt að virka í sumum löndum Evrópu, innan Schengen-svæðisins.
Forsætisráðherra segir í samtali við Morgunblaðið í dag spurður hvort efla beri landamæraeftirlit
hér á landi vegna þess ástands sem skapast hafi í Evrópu, í kjölfar hryðjuverkaárásanna í París, að þar til bær yfirvöld séu að skoða þann möguleika. Það segi sig í rauninni sjálft að þegar ytri landamæri þessa svæðis, sem átti að heita að vera opið innbyrðis, virka ekki breyti það forsendum um opin innri landamæri.