„Hvað gerir Gunnar Bragi núna?“

Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Hvað ger­ir Gunn­ar Bragi núna þegar sendi­herr­ann gef­ur til kynna að hann og for­sæt­is­ráðherra séu ómerk­ing­ar? Báðir hafa sagt um­sókn­ina aft­ur­kallaða,“ seg­ir Björn Bjarna­son, fyrr­ver­andi dóms­málaráðherra og þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, á Face­book-síðu sinni.

Vís­ar hann þar til þeirra um­mæla Matt­hi­as Brinkmann, yf­ir­manns sendi­nefnd­ar Evr­ópu­sam­bands­ins á Íslandi, í Morg­un­blaðinu í gær að hugs­an­legt sé að um­sókn­in um inn­göngu í sam­bandið sé enn í fullu gildi en for­ystu­menn rík­is­stjórn­ar­inn­ar hafa ít­rekað sagt að svo sé ekki.

„Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ESB-sendi­herra á Íslandi hlutast til um ís­lensk inn­an­lands­mál. For­ver­ar Brink­manns hafa ekki fengið um­vand­an­ir af hálfu ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins,“ seg­ir Björn og velt­ir fyr­ir sér hvernig Gunn­ar Bragi Sveins­son ut­an­rík­is­ráðherra bregðist við.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert