„Hvað gerir Gunnar Bragi núna?“

Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Hvað gerir Gunnar Bragi núna þegar sendiherrann gefur til kynna að hann og forsætisráðherra séu ómerkingar? Báðir hafa sagt umsóknina afturkallaða,“ segir Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook-síðu sinni.

Vísar hann þar til þeirra ummæla Matthias Brinkmann, yfirmanns sendinefndar Evrópusambandsins á Íslandi, í Morgunblaðinu í gær að hugsanlegt sé að umsóknin um inngöngu í sambandið sé enn í fullu gildi en forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa ítrekað sagt að svo sé ekki.

„Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ESB-sendiherra á Íslandi hlutast til um íslensk innanlandsmál. Forverar Brinkmanns hafa ekki fengið umvandanir af hálfu utanríkisráðuneytisins,“ segir Björn og veltir fyrir sér hvernig Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra bregðist við.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert