Vinningstillagan fyrir nýja mosku

Svona mun nýja moskan líta út samkvæmt verðlaunatillögunni.
Svona mun nýja moskan líta út samkvæmt verðlaunatillögunni.

Vinningstillaga fyrir nýja mosku sem áformað er að reisa í Sogamýri í Reykjavík var tilkynnt í dag. Það er Félag múslima sem ætla að byggja moskuna en Salmann Tamimi, forstöðumaður félagsins, segir í samtali við mbl.is að niðurstaðan líti mjög vel út. Hann vonast til þess að hægt verði að byrja að byggja næsta sumar.

Nýja moskan
Nýja moskan

„Ég er sáttur við niðurstöðuna,“ segir hann spurður um fyrstu viðbrögð við niðurstöðu dómnefndarinnar.“ Næstu skref eru að söfnuðurinn fari yfir teikningarnar og hugi að framhaldinu. Segist hann ekki hafa hugmynd um hvenær framkvæmdir geta hafist en segist vonast til þess að það verði strax í sumar. Segir Salmann að bygging sem þessi kosti talsverða peninga og farið verði í að safna á næstunni.

Moskan verður við Sogaveg í Reykjavík.
Moskan verður við Sogaveg í Reykjavík.

Í ræðu sem hann hélt þegar tillagan var kynnt í dag sagði hann að tekið hefði 40 ára að byggja Hallgrímskirkju. Hann vonaðist til þess að hægt væri að ljúka smíði moskunnar á styttri tíma en það.

Höfundar vinningstillögunnar eru arkitektarnir Gunnlaugur Stefán Baldursson og Pia Bickmann.

Svona lítur moskan út séð frá suðvestri.
Svona lítur moskan út séð frá suðvestri.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert