Gengislán verði aftur heimiluð

mbl.is/Arnaldur Halldórsson

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, hef­ur lagt fyr­ir Alþingi frum­varp þar sem geng­is­tryggð er­lend lán verða aft­ur heim­iluð.

Er með því brugðist við áliti Eft­ir­lits­stofn­un­ar EFTA (ESA), sem tel­ur að bann við geng­is­tryggðum lán­um stang­ist á við regl­ur um frjálst flæði fjár­magns.

Sam­kvæmt frum­varp­inu verða þó þríþætt­ar tak­mark­an­ir á lán­veit­ing­um. Hver ein­stak­ling­ur eða aðili get­ur tekið lán ef hann hef­ur nægi­leg­ar tekj­ur í þeim gjald­miðli sem lánið teng­ist til að stand­ast greiðslu­mat, eða hef­ur staðist greiðslu­mat þar sem gert er ráð fyr­ir veru­leg­um geng­is­breyt­ing­um og veru­leg­um hækk­un­um á vöxt­um, eða hef­ur staðist greiðslu­mat og legg­ur fram viðeig­andi fjár­hags­leg­ar trygg­ing­ar sem eyða gjald­eyr­isáhættu hans vegna láns­ins á láns­tím­an­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert