Lækka á hámarkshraða á Miklubraut

Umferð á Miklubraut.
Umferð á Miklubraut. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Afköst minnka og mengun eykst með lækkun hámarkshraða á Miklubraut, það er frá Hlíðum að Kringlumýrarbraut.

Þetta segir Ólafur Guðmundsson hjá FÍB og tæknistjóri EuroRAP á Íslandi. Í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur var samþykkt að vísa málinu til meðferðar starfshóps um umferðarhraða í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar. Tillagan gengur út á að lækka hámarkshraða á nefndri leið úr 60 km/klst. í 50 km/klst.

Miklabraut er þjóðvegur og heyrir undir Vegagerðina. Ekki hefur verið haft samráð við hana vegna þessa, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert