Salmann „sópaði af borðum með ofsa“

Salmann var formaður Félags múslima á þeim tíma sem Menningarsetrið …
Salmann var formaður Félags múslima á þeim tíma sem Menningarsetrið var stofnað og hefur nú aftur tekið við formennsku. mbl.is/Golli

Ítar­leg­ar lýs­ing­ar á klofn­ingn­um milli stjórn­ar Fé­lags múslima á Íslandi og stofn­enda Menn­ing­ar­set­urs múslima er að finna í bók­inni Und­ir Fíkju­tré - saga af trú, von og kær­leika sem kom út nú fyr­ir skömmu. Bók­in er skrifuð af Önnu Láru Stein­dal heim­spek­ingi og Ibra­hem Faraj, sem kom til Íslands árið 2002 sem póli­tísk­ur flóttamaður en bók­in fjall­ar um ævi hans og seg­ir m.a. einnig frá sam­bandi menn­ing­ar­set­urs­ins við Stofn­un múslima eins og mbl.is sagði frá í gær.

Frétt mbl.is: Óeðli­leg pressa frá leigu­söl­um

Menn­ing­ar­setrið var stofnað árið 2009 en fram að því hafði Fé­lag múslima verið eina trú­fé­lag múslima á Íslandi. Í viðtali við Vísi árið 2010 sagði Sal­mann Tamimi, formaður fé­lags­ins for­svars­menn Menn­ing­ar­set­urs­ins hafa verið rekna úr fé­lag­inu fyr­ir að ýta und­ir öfga.

Þeim ásök­un­um höfnuðu tals­menn Menn­ing­ar­set­urs­ins á sín­um tíma og í Und­ir fíkju­tré hrek­ur Ibra­hem, sem var fyrsti gjald­keri set­urs­ins, þær enn frek­ar. Seg­ir hann ástæðu aðskilnaðar­ins fyrst og fremst grund­vall­ast í ólík­um hug­mynd­um um hlut­verk mosk­unn­ar og hlut­verk múslima í ís­lensku sam­fé­lagi.

„Við sem vor­um ný­komn­ir þráðum að njóta sann­mæl­is, hinir sem voru löngu komn­ir óttuðust að drag­ast inn í hringiðu sam­fé­lags­átaka eft­ir að hafa búið í sátt og sam­lyndi við sam­fé­lagið í ár og jafn­vel ára­tugi,“ seg­ir Ibra­him í kafl­an­um „Menn­ing­ar­set­ur múslima á Íslandi“ um ræt­ur aðskilnaðar­ins. Hann nefn­ir einnig áherslu sína á að bjóða börn­um upp á nám í ar­ab­ísku sem sem hann seg­ir hafa verið illa tekið af stjórn Fé­lags múslima.

Æviráðið öld­ung­ar­ráð

Upp­runa­lega hugðist Ibra­hem koma þess­um sjón­ar­miðum á fram­færi með því að bjóða sig fram til stjórn­ar­setu í Fé­lagi múslima. Sam­kvæmt lög­um fé­lags­ins starfi hins­veg­ar ævi­ráðið öld­ungaráð yfir stjórn fé­lags­ins sem hafi úr­slita­áhrif á ákv­arðanir stjórn­ar. Þótti hon­um það ekki heilla­væn­leg leið til að sporna gegn öfga­trú enda væri slíkt skipu­lag ólýðræðis­legt og sam­band hans við stjórn fé­lags­ins stirðnaði. Ibra­hem hætti að finna sig í starf­inu og seg­ir hann and­rúms­loftið hafa orðið æ þyngra og árekstr­ana tíðari.

Upp úr sauð þegar Ibra­hem og vin­ur hans Fadhel Meddeb ákváðu að halda kvöld­verðar­veislu í bæna­húsi fé­lags­ins, sem Ibra­hem kall­ar mosku, í Ármúla fyrri part árs 2008. Hafði gest­um verið uppálagt að koma með mat og seg­ir hann að skipu­leggj­end­ur hafi dreymt um að skapa hefð fyr­ir því að hitt­ast yfir máltíð í mosk­unni og bjóða vin­um sem ekki játa íslam að koma og kynn­ast því sem þar fer fram. Borð voru dúkuð, leirtau og mat­föng lagt á borð og stól­um raðað í kring. 

Ibra­him seg­ir Sal­mann hafa reiðst mikið og skyndi­lega þegar hann upp­götvaði fyr­ir­ætlan­ir þeirra.

„Þegar hann kom í mosk­una skundaði hann inn í sal­inn þar sem við vor­um að út­búa veislu­höld­in og sópaði öllu niður á gólf með ofsa og til­heyr­andi lát­um. Síðan hringdi hann í lög­regl­una og óskaði eft­ir því að hún sendi menn sér til aðstoðar.“

Úr varð að tveir lög­regluþjón­ar komu á staðinn en hurfu fljótt af vett­vangi þar sem þeir gátu ekki séð neitt í aðstæðunum sem þarfnaðist úr­lausn­ar lög­reglu, að sögn Ibra­hem. Seg­ir hann uppá­kom­una hafa verið leiðin­lega og kjána­lega og að hún hafi skotið bæði börn­um og full­orðnum sem á staðnum voru skelk í bringu.

Hug­mynd­in fór illa í okk­ar gamla formann

Útfrá þess­um viðburði töldu þeir Ibra­hem og Fadhel full­reynt að þeir ættu ekki sam­leið með Fé­lagi múslima. Því, seg­ir Ibra­hem, ákváðu þeir að stofna sitt eigið fé­lag, Menn­ing­ar­set­ur múslima.

„Hug­mynd­in fór illa í okk­ar gamla formann og hann reyndi að koma í veg fyr­ir að henni yrði hrint í fram­kvæmd. Meðal ann­ars kærði hann Fadhel, sem var talsmaður hins nýja fé­lags, til Rík­is­lög­reglu­stjóra fyr­ir öfga­full sjón­ar­mið og hryðju­verka­áform.“

Seg­ir Ibra­hem Fadhel hafa mætt til yf­ir­heyrslu og að eft­ir það hafi málið verið látið niður falla. 

„Síðan hef­ur því ít­rekað verið haldið fram af tals­mönn­um Fé­lags múslima á Íslandi, og í ein­hverj­um til­vik­um haft gagn­rýn­is­laust eft­ir í fjöl­miðlum, að við hefðum verið rekn­ir úr fé­lag­inu fyr­ir öfga­full­ar skoðanir. Það er ekki rétt. Við geng­um úr fé­lag­inu vegna þess að hug­mynd­ir okk­ar um hlut­verk mosk­unn­ar og okk­ar sem mús­líma í ís­lensku sam­fé­lagi fengu ekki hljóm­grunn.“

Kápa bókarinnar undir fíkjutré.
Kápa bók­ar­inn­ar und­ir fíkju­tré. Ljós­mynd/​Sa­gaut­gafa.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka