Í miklu áfalli eftir fæðinguna

Börn eru yndisleg en ekki er alltaf auðvelt að koma …
Börn eru yndisleg en ekki er alltaf auðvelt að koma þeim í heiminn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sumar konur upplifa fæðingu sem svo slæma reynslu að þær fá einkenni áfallastreituröskunar. Mætti reikna með að allt að 200 íslenskar konur lendi í þessum sporum ár hvert.

Hildur Sigurðardóttir, lektor við hjúkrunarfræðideild, vinnur að leiðum til að skima eftir vandanum og grípa inn í bæði fyrir og eftir fæðingu. Hún sér fyrir sér þrepaskipt úrræði þar sem fyrsta þrepið væri sjálfsmat og fræðsla á netinu með meiri aðstoð ef þess reynist þörf.

Það flækir vandann að oft er orsök áfallsins hulin heilbrigðisstarfsmönnum og jafnvel að sjálfsöryggi og væntingar móðurinnar til fæðingarinnar spili inn í, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert