Íbúar á höfuðborgarsvæðinu nutu þess margir að vera úti við í dag enda einstaklega fallegt veður. Þykkt snjólag er yfir öllu og afskaplega jólalegt við Elliðavatn og á fleiri stöðum þar sem fólk kom saman.
Á morgun er fyrsti sunnudagur í aðventu og venju samkvæmt verður kveikt á Ólsóartrénu um miðjan dag á Austurvelli. En Kópavogsbúar kveiktu ljósin á sínu tré í dag og það var einnig gert á Miðbakkanum þar sem ljósin á Hamborgartrénu voru tendruð síðdegis.
Mokstur á strætum og stígum Reykjavíkur gekk vel í dag. Gríðarlegt fannfergi var í borginni í morgun og voru öll moksturstæki kölluð út snemma. Var búið að ryðja allar forgangsleiðir um tíuleytið í morgun.