Lengi dreymt um að smíða vélmenni

Vélmenni hafa lengi fangað hugarflug fólks og í valkúrs Hátækniverkfræði í HR fá nemendur m.a. tækifæri til að smíða sín eigin vélmenni. Þeir hanna og smíða vélrænan búnað af ýmsu tagi þar sem forritun, mekanísk hönnun og rafeindafræði leika stór hlutverk.

mbl.is kíkti á nokkur verkefni sem voru búin til í hópavinnu í Mechatronics áfanganum í vikunni.  Þar á meðal er gervihönd sem er fjarstýrt með hanska, sexfætlingur í ætt við þá sem gætu þrammað um Mars í framtíðinni og gimball sem heldur láréttri stöðu þrátt fyrir hristing og hreyfingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert