Stál í stál í kjaradeilu álversstarfsmanna

Verkfall hefst á miðvikudag í Straumsvík ef ekki semst.
Verkfall hefst á miðvikudag í Straumsvík ef ekki semst. Ljósmynd/Alcan

„Við gæt­um verið búin að ganga frá samn­ing fyr­ir langa löngu. Viðræðurn­ar lykta af því að þeir ætla ekki að semja við okk­ur,“ seg­ir Gylfi Ingvars­son, talsmaður starfs­manna í ál­veri Rio Tinto í Straums­vík. Verk­fall starfs­manna hefst á miðviku­dag ef ekki tekst að semja fyr­ir þann tíma. 320 starfs­menn eru á bak við kjara­samn­ing­inn.

Að sögn Gylfa grein­ir deiluaðila aðeins á um eitt atriði, en veiga­mikið; hvort Rio Tinto fái að nýta sér nýj­ar heim­ild­ir til verk­töku. Varðar ákvæðið störf 32 starfs­manna að sögn for­svars­manna Rio Tinto en Gylfi seg­ir störf­in vera nær 100 að mati samn­inga­nefnd­ar verka­lýðsfé­laga vegna kjara­samn­ings við ISAL.

Gylfi seg­ir þó, að séu störf­in um 30 líkt og Rio Tinto haldi fram, þá sæti það furðu að fyr­ir­tækið standi og falli með því að því verði gert kleift að ráða verk­taka í stað starfs­manna. „Af hverju gerðu þeir þá ekki slík­ar kröf­ur til stjórn­enda?“ spyr hann en búið er að ganga frá samn­ing­um við stjórn­end­ur og mill­i­stjórn­end­ur Rio Tinto að sögn Gylfa.

Aðspurður hvort starfs­menn ætli að halda kröf­um sín­um til streitu þó að það kunni að kosta störf allra starfs­manna svar­ar Gylfi því til að starfs­menn ætli ekki að láta und­an kröf­um fyr­ir­tæk­is­ins. „Þá er fyr­ir­tækið búið að taka ákvörðun og not­ar kjara­deil­una til að loka fyr­ir­tæk­inu. Það get­ur ekki verið að kjara­deil­an valdi þess­ari stöðu í mál­inu, það er al­veg úti­lokað,“ seg­ir Gylfi.

Ólaf­ur Teit­ur Guðna­son, talsmaður Rio Tinto, seg­ir samn­inga­nefnd starfs­manna ekki vilja ræða kröfu fyr­ir­tæk­is­ins um verk­taka­ákvæðið og stranda viðræðurn­ar þar. Hann vildi ekki tjá sig frek­ar um málið og sagði fyr­ir­tækið ekki semja í fjöl­miðlum.

Aðrar fyr­ir­ætlan­ir með orku?

Gylfi seg­ir að fjöldi fólks hafi sett sig í sam­band við hann upp á síðkastið vegna orðróms um að Rio Tinto hafi aðrar fyr­ir­ætlan­ir með raf­orku en að nýta hana til álfram­leiðslu.

„Þeir lokuðu ál­veri í Englandi og fengu hærra verð fyr­ir að selja raf­ork­una annað. Það er verið að líta til þess að umræðan um raf­orku­streng­inn sé kom­in lengra og að Rio Tinto horfi til þess að nota raf­ork­una í eitt­hvað annað en í ál­verið. Þeir fái meira fyr­ir ork­una þegar sæ­streng­ur­inn verður kom­inn, á ein­hverj­um tíma­punkti,“ seg­ir Gylfi innt­ur nán­ar eft­ir út­skýr­ing­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert