Óánægja með jóladagatal RÚV

Tímaflakkið er á dönsku með íslenskum texta.
Tímaflakkið er á dönsku með íslenskum texta. Skjáskot af RÚV

Mikl­ar umræður hafa skap­ast á Face­book í kvöld vegna jóla­da­ga­tals sjón­varps­ins sem hófst á RÚV í kvöld. Vanda­málið við jóla­da­ga­talið, sem ber titil­inn Tímaflakkið, eða Ti­drej­sen, er að það er á dönsku og textað með á ís­lensku. Marg­ir hafa bent á þá staðreynd að mark­hóp­ur jóla­da­ga­tals­ins eru börn, oft niður í 2-3 ára og kunna því í fæst­um til­vik­um dönsku. Einnig er það erfitt fyr­ir börn­in sem eru byrjuð að læra að lesa að fylgj­ast með og lesa text­ann á sama tíma.

Lýsa marg­ir yfir von­brigðum sín­um á því að ekki hafi verið ákveðið að tal­setja danska jóla­da­ga­talið eða sýna ein­fald­lega gam­alt ís­lenskt jóla­da­ga­tal. Segj­ast marg­ir vera ein­fald­lega sár­ir út í RÚV.

Þjóðþekkt­ir ein­stak­ling­ar tjáði sig um málið, eins og til dæm­is lög­reglumaður­inn Birg­ir Örn Guðjóns­son eða Biggi lögga. Sagði hann Jóla­da­ga­tal sjón­varps­ins hafa verið part af aðvent­unni eins lengi og hann man eft­ir sér. Í dag, líkt og síðustu ár, biðu börn­in mín spennt fyr­ir fram­an sjón­varpið eft­ir jóla­da­ga­tal­inu 2015. Það var mik­il sorg þegar í ljós kom að það er á dönsku þetta árið en ekki með ís­lensku tali eins og venju­lega,“ skrifaði Birg­ir.

Leik­ar­inn Jó­hann­es Hauk­ur Jó­hann­es­son sagði jafn­framt að danska talið hlyti að vera mis­tök.

„Er RÚV í al­vöru að sýna danskt jóla­da­ga­tal fyr­ir ís­lensku börn­in án þess að láta tal­setja það?!? Þetta eru ör­ugg­lega ein­hver mis­tök, vit­laus fæll sett­ur í loftið eða eitt­hvað svo­leiðis. Annað er bara svo kjána­legt eitt­hvað,“ skrifaði Jó­hann­es.

Á vef RÚV kem­ur fram að Tímaflakkið segi sögu hinn­ar 13 ára Sofie sem á sér þann draum heit­ast­an að sam­eina fjöl­skyldu sína um jól­in, en for­eldr­ar henn­ar höfðu skilið nokkru áður. Með aðstoð tíma­vél­ar ferðast Sofie aft­ur í tím­ann þar sem hún ætl­ar að hafa áhrif á ör­laga­vef­inn, en þegar þangað er komið mæt­ir hún óvænt­um hindr­un­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert