Sjálfstæður gjaldmiðill mikilvægur

Paul Krugman.
Paul Krugman.

Banda­ríski hag­fræðing­ur­inn og nó­bels­verðlauna­haf­inn Paul Krugman ger­ir skrif Þor­vald­ar Gylfa­son­ar hag­fræðipró­fess­ors um efna­hagserfiðleik­ana hér á landi í kjöl­far banka­hruns­ins að um­fjöll­un­ar­efni á bloggi sínu á vefsíðu banda­ríska dag­blaðsins New York Times. Þar gagn­rýn­ir Krugman skrif Þor­vald­ar og einkum sam­an­b­urðinn við erfiðleika Írlands.

Þannig hafi Þor­vald­ur ein­blínt á lands­fram­leiðslu og bent á að Írar hafi náð sömu lands­fram­leiðslu á mann og fyr­ir efna­hagserfiðleik­ana aðeins ári síðar en Íslend­ing­ar. Fyr­ir vikið væri að mati Þor­vald­ar ekki rétt að sjálf­stæður gjald­miðill Íslands hafi bjargað Íslend­ing­um frá sorg­leg­um ör­lög­um Íra vegna þess að þeir síðar­nefndu væru með evru sem gjald­miðil.

Krugman seg­ir rétt að Írar hafi náð sömu lands­fram­leiðslu á mann og fyr­ir efna­hagserfiðleik­ana ári á eft­ir Íslend­ing­um. Hins veg­ar væri það ekki eini þátt­ur­inn sem þyrfti að horfa til í slík­um sam­an­b­urði. Ef horft væri til að mynda til at­vinnu­stigs­ins kæmi Ísland miklu bet­ur út en Írland. Þannig hafi at­vinnu­leysi að sama skapi verið miklu minna hér á landi en á Írlandi.

Krugman seg­ir enn­frem­ur að all­ir sem hann þekki og hafi fylgst með efna­hag beggja landa séu þeirr­ar skoðunar að erfiðleik­ar al­menn­ings hafi verið mun meiri á Írlandi en Íslandi. „Já, og gleym­um ekki að all­ir áttu von á því að erfiðleik­ar Íslands yrðu miklu verri í ljósi þess hversu mikið fjár­mála­geir­inn hafði vaxið. Fram­an af var sam­an­b­urður við Ísland aðeins hugsaður sem svart­ur húm­or á Írlandi. Ekki eitt­hvað sem fólk taldi að hefði ein­hverja þýðingu.“

Krugman lýk­ur blogg­færsl­unni á þess­um orðum: „Ég skil svo sem þörf­ina fyr­ir það að koma fram með af­sak­an­ir fyr­ir evr­una. En fyr­ir­liggj­andi gögn benda hins veg­ar sterk­lega til þess að það fylgi því mik­il­væg­ir kost­ir að vera með sjálf­stæðan gjald­miðil.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert