Hafa greitt 138 milljarða í atvinnuleysisbætur frá 2008

Framkvæmdastjóri Vinnumálastofnunar varar við lækkun tryggingagjalds
Framkvæmdastjóri Vinnumálastofnunar varar við lækkun tryggingagjalds mbl.is/Styrmir Kári

Vinnumálastofnun (VMST) hefur greitt yfir 130 milljarða króna í atvinnuleysisbætur frá árinu 2008. Samkvæmt áætlun stofnunarinnar verður upphæðin komin í alls 138 milljarða króna í árslok.

Séu bætur hvers árs færðar á verðlag nú hækkar upphæðin í tæpa 157 milljarða króna.

Gissur Pétursson, framkvæmdastjóri Vinnumálastofnunar, segir lækkun tryggingagjalds munu hægja á eiginfjáraukningu Atvinnuleysistryggingasjóðs. Það geti haft afleiðingar ef staða efnahagsmála versnar á Íslandi. Sjóðurinn eigi nú fé sem dugar til greiðslu atvinnuleysisbóta í um það bil eitt ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert