Sorpið í borginni verði boðið út

Sorphirðumenn að störfum.
Sorphirðumenn að störfum. mbl.is/Golli

Kanna á hagkvæmni þess að bjóða út sorphirðu í Reykjavík. Þjónustu þessa mætti bjóða út í einum til tveimur hverfum borgarinnar og verði reynslan höfð til hliðsjónar þegar og ef fleiri skref verða stigin.

Þetta kemur fram í tillögu sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram á borgarstjórnarfundi í gær, þegar fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár var rædd.

Í tillögu sjálfstæðismanna er lögð áhersla á að fólk sem nú starfar við sorphirðuna haldi störfum sínum og réttindum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert