Þjóðaratkvæði runnið út á tíma

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir mbl.is/Styrmir Kári

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, sagði á Alþingi í dag að ljóst væri að of seint væri að halda þjóðaratkvæði um stjórnarskrárbreytingar samhliða forsetakosningunum á næsta ári. Starfandi nefnd um stjórnarskrárbreytingar væri ekki kominn á þann stað að það yrði mögulegt.

Helgi Hrafn Gunnarsson, samflokksmaður Birgittu, tók undir með henni og sagði það mjög alvarlegt mál að tíminn væri á þrotum. Sakaði hann ríkisstjórnina um óheilindi í málinu. Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, tók einnig til máls um stjórnarskrárbreytingar. Sagði hún ríkisstjórnina virðast ekki hafa vilja til verksins. Kominn væri tími til að ríkisstjórnin segði hreint út hver afstaða hennar væri til málsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert