Rúmlega fimmhundruð og fimmtíu manns hafa skorað á Ríkisútvarpið að setja gamalt íslenskt jóladagatal í Sarpinn, efnisveitu á vef RÚV. Lagt er til að Stjörnustrákur, Tveir á báti, Á baðkari til Betlehem eða Jól á leið til jarðar verði fyrir valinu.
Miklar umræður sköpuðust á samfélagsmiðlum í gærkvöldi eftir að fyrsti þáttur jóladagatals sjónvarpsins var sýndur. Jóladagatalið sem ber heitið Tímaflakkið (d. Tidsrejsen) er á dönsku og textað á íslensku.
Bentu margir á þá staðreynd að markhópur jóladagatalsins er börn, oft niður í tveggja til þriggja ára og skilji þau því í fæstum tilvikum ekki dönsku. Þá hafi þau ekki lært að lesa og því sé mikilvægt að talsetja efnið.
Frétt mbl.is: Óánægja með jóladagatal RÚV
Síðustu fimm ár hefur aðeins einu sinni verið sýnt íslenskt dagatal en það var árið 2012 þegar dagatalið Hvar er Völundur? var endurflutt. Í fyrra urðu dönsku þættirnir Jesú og Jósefína fyrir valinu, árið 2013 norsku þættirnir Julkongen, árið 2011 dönsku þættirnir Pagten og árið 2010 norsku þættirnir Jul i Svingen. Erlendu jóladagatölin fjögur voru öll með íslensku tali.
2009 Klængur sniðugi
2008 Jólaævintýri Dýrmundar
2007 Jól á leið til jarðar
2006 Stjörnustrákur
2005 Töfrakúlan
2004 Á baðkari til Betlehem
2003 Klængur sniðugi
2002 Hvar er Völundur?
2001 Leyndardómar jólasveinsins
2000 Tveir á báti
1999 Jól á leið til jarðar
1998 Stjörnustrákur
1997 Klængur sniðugi
1996 Hvar er Völundur?
1995 Á baðkari til Betlehem
1994 Jól á leið til jarðar
1993 Jul i Mumindalen (sænskir þættir)
1992 Tveir á báti
1991 Stjörnustrákur
1990 Á baðkari til Betlehem