Zuism fimmta stærsta trúfélagið

3.130 félagar voru skráðir í Zuism í dag.
3.130 félagar voru skráðir í Zuism í dag. Mynd/Facebooksíða Zúista

Fé­lag­ar í trú­fé­lag­inu Zuism eru 3.130 tals­ins sam­kvæmt nýj­um töl­um Þjóðskrár. Þetta ætti því að verða sá grunn­ur sem notaður er til út­reikn­ings á sókn­ar­gjöld­um fyr­ir árið 2016, en það þýðir að fé­lagið gæti fengið um 33,7 millj­ón­ir á næsta ári. Eru töl­urn­ar reynd­ar birt­ar með fyr­ir­vara um að enn geti ein­hverj­ar breyt­ing­ar orðið, meðal ann­ars varðandi skrán­ing­ar sem ber­ist í pósti. Mun Hag­stofa Íslands síðar gefa út form­lega skipt­ingu sókn­ar­gjalda.

Sam­kvæmt fjár­hags­áætl­un rík­is­ins er gert ráð fyr­ir að sókn­ar­gjöld næsta árs verði 898 krón­ur á hvern ein­stak­ling á mánuði á næsta ári, en það þýðir 10.776 krón­ur yfir árið. Miðað við þann fjölda sem nú er skráður í fé­lagið hjá Þjóðskrá munu heild­ar­sókn­ar­gjöld fé­lags­ins nema 33.728.880 krón­um.

Af þeim sem eru nú í fé­lag­inu eru tveir þriðju hlut­ar karl­menn, eða 2.104 ein­stak­ling­ar og 908 kon­ur. Ótil­greind­ir eru 118, en það geta meðal ann­ars verið þeir sem eru bú­sett­ir er­lend­is. Í fyrra voru þrír ein­stak­ling­ar í fé­lag­inu þannig að aukn­ing­in und­an­farið ár hef­ur verið gríðarleg.

Fé­lagið er nú stærra en Ása­trú­ar­fé­lagið og Hvíta­sunnu­kirkj­an á Íslandi og er komið í fimmta sæti yfir stærstu trú­fé­lög lands­ins, á eft­ir Þjóðkirkj­unni, Kaþólsku kirkj­unni, Frí­kirkj­unni í Reykja­vík, Frí­kirkj­unni í Hafnar­f­irði og Óháða söfnuðinum.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert