Árið til þessa það kaldasta á öldinni

Hlýleg birtingarmynd kuldans þessa dagana.
Hlýleg birtingarmynd kuldans þessa dagana. mbl.is/Golli

Meðal­hiti árs­ins fyrstu ell­efu mánuði í Reykja­vík er 5 stig, sem er það lægsta sömu mánuði síðan árið 2000, en 0,3 stig­um ofan meðal­hita ár­anna 1961 til 1990, -0,9 und­ir meðal­hita síðustu tíu ára. Á lista sem sýn­ir meðal­hita sama hluta árs aft­ur til 1871 er árið í 56. til 57. sæti af 145. Hlýj­ast var á síðasta ári, 6,6 stig, en kald­ast 1892, 2,9 stig. Á Ak­ur­eyri er meðal­hiti árs­ins til þessa 4,4 stig, 0,7 stig­um ofan meðal­hita ár­anna 1961 til 1990 og -0,4 stig­um und­ir meðallagi síðustu tíu ára, að því er fram kem­ur í yf­ir­liti Trausta Jóns­son­ar á vef Veður­stof­unn­ar.

Í Reykja­vík er úr­koma fyrstu 11 mánuði árs­ins 925 mm, um 28 pró­sent um­fram meðallag ár­anna 1961 til 1990. Þetta er mesta úr­komu­vik á þess­um tíma síðan 2007, en þá var úr­komu­magnið nán­ast það sama og nú. Fara þarf aft­ur til ár­anna 1991 og 1989 til að finna meira. Á Ak­ur­eyri mæld­ist úr­koma fyrstu 11 mánuði árs­ins um 10 pró­sent um­fram meðallag, samt mun minna en í fyrra.

Meðal­hiti hausts­ins í Reykja­vík, þ.e. októ­ber og nóv­em­ber sam­kvæmt skil­grein­ingu Veður­stof­unn­ar, var 3,5 stig. Það er 0,7 stig­um ofan meðallags ár­anna 1961 til 1990, en 0,1 stigi neðan meðallags síðustu tíu ára. Á Ak­ur­eyri var meðal­hiti hausts­ins 2,8 stig, 1,5 stigi ofan meðallags 1961 til 1990. Haustið var mjög úr­komu­samt í Reykja­vík, en á Ak­ur­eyri í tæpu meðallagi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert