„Þegar gerðir voru kjarasamningar sl. vor skiptum við út áherslunni á lækkun tryggingagjalds fyrir lækkun tekjuskatts.“
Þetta sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í gær þegar Morgunblaðið spurði hann hvernig miðaði í viðræðum við Samtök atvinnulífsins til þess að tryggja líf SALEK-samkomulagsins.
„Þess vegna kemur það dálítið á óvart að nú skuli vera þetta sterk krafa SA strax um lækkun tryggingagjaldsins um næstu áramót,“ segir Bjarni í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Hann kveðst hafa talið að þetta væri nokkuð útrætt mál hvað varðar fjárlög næsta árs.