Slysin geta gerst í sleðabrekkunum

Myndin er úr safni, en tekið skal fram að þessi …
Myndin er úr safni, en tekið skal fram að þessi sleðaferð endaði vel. mbl.is/Styrmir Kári

Her­dís Storga­ard hjá Miðstöð slysa­varna barna seg­ist sjálf hafa verið áhættufík­ill sem barn og mik­ill glanni þegar hún lék sér í snjón­um. Þegar hún renndi sér á sleðanum á Arn­ar­hóli endaði ferðin oft­ar en ekki úti á miðri götu inn­an um bila á fleygi­ferð.

Börn hafa yf­ir­leitt ekki þrosk­ann til að meta rétt aðstæður í snjón­um og geta farið sér að voða í hita leiks­ins. Hún seg­ir ynd­is­legt að börn leiki sér úti í fönn­inni en full­orðna fólkið eiga að ræða við þau um hætt­urn­ar, skoða hvar börn­in eru að leika sér og koma auga á slysa­gildr­urn­ar.

Hjálm­arn­ir eru ekki bara fyr­ir skíða- og snjó­bretta­fólkið held­ur ætti líka að setja hjálm við hæfi á koll­inn þegar rennt er á snjósleðanum eða farið á skauta. Frosn­ar tjarn­ir geta líka verið mjög vara­sam­ar og þarf að fræða börn­in um hvað get­ur gerst ef farið er óvar­lega

„Inn­an bæj­ar­mark­anna er ekki ósenni­legt að þó ís­inn sé þykk­ur á ein­um stað þá renni heitt vatn á öðrum stað und­ir ísn­um og geri hann þunn­an og brot­hætt­an. Verður að vara börn­in við því hvað ís­inn get­ur verið vara­sam­ur og líka rétt að kenna þeim að ef ein­hver fell­ur niður um ís­inn get­ur björg­un verið mjög háska­söm og auðvelt fyr­ir þann sem bjarg­ar að hafna líka ofan í vök­inni. Fyrsta sem ætti að gera er að hringja í 112 og fá aðstoð.“

Rætt er við Her­dísi um ör­ugg­an leik í snjón­um í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert