„Staðan er gríðarlega alvarleg“

Tryggingagjald er 7,49% og fer í Atvinnuleysistryggingasjóð, rekstur Vinnumálastofnunar og …
Tryggingagjald er 7,49% og fer í Atvinnuleysistryggingasjóð, rekstur Vinnumálastofnunar og til vinnumarkaðsúrræða. mbl.is/Golli

„Staðan er gríðarlega alvarleg,“ segir Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR og 1. varaforseti ASÍ, nú þegar nálgast endurskoðun kjarasamninga sem gerðir voru á almennum vinnumarkaði þann 29. maí sl., en þeir verða endurskoðaðir fyrir 1. febrúar.

Að sögn Ólafíu lögðu Samtök atvinnulífsins, upp með það í samningaviðræðunum að tryggingagjaldið lækkaði þannig að ekki kæmi til endurskoðunar launaþáttarins í febrúar.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, að enn eigi eftir að semja við ASÍ á grundvelli SALEK-samkomulagsins og að SA treysti sér ekki til að ganga til samninga fyrr en búið sé að ganga frá samkomulagi við stjórnvöld um nauðsynlegar mótvægisaðgerðir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka