Launamunur kynjanna minnkað mikið

mbl.is/Júlíus

Launamunur kynja á almennum vinnumarkaði minnkaði um nær helming á tímabilinu 2000 – 2013 samkvæmt niðurstöðum könnunar sem aðgerðahópur um launajafnrétti lét gera á þróun kynbundins launamunar og launamyndunar á tímabilinu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá velferðarráðuneytinu.

Helstu niðurstöðu könnunarinnar eru þær að óleiðréttur launamunur á almennum vinnumarkaði hafi minnkað úr 32% í upphafi tímabilsins í 18% í lok þess. Skýrður launamunur hefur minnkað úr 22% í rösklega 10%. „Þessar tölur eru til vitnis um að konur hafa sótt fram á vinnumarkaði og að munur karla og kvenna á vinnumarkaði hafi minnkað.“

Hins vegar hafi óskýrður launamunur á almennum vinnumarkaði minnkað mun minna. „Óskýrður launamunur jókst á árunum 2003 til 2007. Árin 2005–2007 mældist hann 7,3%. Í kjölfar hrunsins dró úr óskýrðum launamuni á ný og árin 2011–2013 var hann orðinn 5,4%, eða nokkru minni en í upphafi gagnatímabilsins.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert