Fólki auðveldað að setjast hér að

Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar.
Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Stjórn Bjartrar framtíðar hefur sent frá sér ályktun þar sem fram kemur „að mannúð og mannréttindi verði ávallt í fyrsta sæti í málefnum hælisleitenda og útlendinga á Íslandi.“ Sérstaklega þegar um sé að ræða börn og réttindi þeirra samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Ísland hafi löggilt. „Réttindi barna eiga að vera í fyrirrúmi og krafa gerð um að horft sé sérstaklega til þeirra þegar ákvarðanir eru teknar.“

Fram kemur að Björt framtíð telji að auðvelda eigi fólki að setjast að hér á landi og gerast fullgildir þátttakendur í samfélaginu. Það eigi sérstaklega við um þá sem þegar hafi myndað tengsl á landinu. „Björt framtíð hvetur til þess að íslensk stjórnvöld marki sér mannúðlega stefnu í málaflokknum í takt við þá áherslu á frjálslynt og opið samfélag, jafnrétti og mannréttindi sem Ísland stendur fyrir á alþjóðavettvangi.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert