Rúmlega þrjúhundruð manns hafa krafist þess að Ólöf Nordal innaríkisráðherra muni láta flytja Albanina sem fluttir voru úr landi í nótt aftur til Ísland. Geri hún það ekki eigi hún að segja af sér án tafar.
„Innanríkisráðherra hefur daginn, 10. desember, alþjóðlegan dag mannréttinda, til að senda aftur eftir þeim fjölskyldum sem voru reknar úr landi með lögregluvaldi, eða segja skilyrðislaust af sér sem ráðherra. Þetta er krafa okkar sem skrifum undir,“ segir á síðu undirskriftasöfnunarinnar.
mbl.is hefur óskað eftir viðbrögðum frá innanríkisráðherra vegna málsins.
Frétt mbl.is: Flutt úr landi í skjóli nætur