Málefni flóttafólks eru málefni hinsegin fólks

Ljósmynd/Jakob Fannar Sigurðsson

Mál­efni flótta­fólks eru mál­efni hinseg­in fólks. Þetta seg­ir í yf­ir­lýs­ingu Sam­tak­anna ´78 vegna brott­vís­anna á hæl­is­leit­end­um frá Alban­íu og Makedón­íu í nótt.

Í yf­ir­lýs­ing­unni for­dæma sam­tök­in harðlega það reglu­verk sem leyf­ir aðgerðir á við þær sem fram fóru í nótt og minna á að í hópi flótta­fólks og hæl­is­leit­enda hér­lend­is er einnig hinseg­in fólk sem hef­ur flúið of­sókn­ir vegna kyn­hneigðar eða kyn­vit­und­ar sinn­ar.

„Við vit­um ekki enn hvort ein­hver þeirra voru num­in af landi brott í nótt en sem mann­rétt­inda­sam­tök og tals­fólk minni­hluta­hópa telj­um við afar brýnt að við verj­um skjól­stæðinga okk­ar og stönd­um með þeim jaðar­settu minni­hluta­hóp­um sem þeir til­heyra. Aðgerðir næt­ur­inn­ar grafa veru­lega und­an því trausti sem við, og annað bar­áttu­fólk, ber­um til ís­lenskra stjórn­valda í þess­um efn­um,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

Sam­tök­in segj­ast telja sam­stöðu minni­hluta­hópa mik­il­væga og að þau vilji leggja sig fram um að standa með þeim hóp­um sem standa hvað höllust­um fæti í sam­fé­lag­inu.

„Við styðjum rétt fólks sem býr við ógn og óör­yggi í sínu heimalandi að leita sér betra lífs ann­arsstaðar. Sá rétt­ur er hags­muna­mál fyr­ir hinseg­in fólk sem víða um heim býr við eng­in eða afar skert rétt­indi og viðvar­andi ógn við líf sitt og heilsu.“

Skora sam­tök­in á stjórn­völd að end­ur­skoða reglu­verk um út­lend­inga og krefjast þess um leið að öll­um brott­vís­un­um flótta­fólks og hæl­is­leit­enda til Grikk­lands, Ítal­íu og annarra landa þar sem ljóst er að ekki er hægt að tryggja líf og heilsu fólks verði hætt.                              

„Sýn­um mannúð og mann­gæsku. Það er nóg pláss á Íslandi.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert