Karlar voru 81% þeirra sem fengu styrki og lán til nýsköpunar úr sjóðum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins árin 2009-13 og verkefni sem karlar voru í forsvari fyrir fengu rúmlega fjórum sinnum hærri upphæð en verkefni kvenna.
Svokallað árangurshlutfall, þ.e. hversu hátt hlutfall umsókna fær jákvætt svar, var jafnt hjá körlum og konum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.
Styrkirnir sem um ræðir eru til þess ætlaðir að styðja við nýsköpun og þróun og þeir eru veittir úr sjö sjóðum eða verkefnum.