Um 5.500 krefjast afsagnar

Ólöf Nordal Innanríkisráðherra.
Ólöf Nordal Innanríkisráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Tæplega 5.500 undirskriftir hafa safnast í undirskriftasöfnun þar sem krafist er afsagnar Ólafar Nordal innanríkisráðherra í kjölfar frétta af því að albönsk fjölskylda hafi verið send af landi brott.

„Innanríkisráðherra hefur daginn, 10. desember, alþjóðlegan dag mannréttinda, til að senda aftur eftir þeim fjölskyldum sem voru reknar úr landi með lögregluvaldi, eða segja skilyrðislaust af sér sem ráðherra. Þetta er krafa okkar sem skrifum undir,“ segir á síðu undirskriftasöfnunarinnar.

Ólöf sagði í samtali við mbl.is í kvöld að hún hefði enga heimild til þess að skipta sér af málinu. „Ég skil afskaplega vel þessar heitu tilfinningar og geri engar athugasemdir við það þótt fólk beini spjótum að mér. Á móti hlýt ég þó að biðja fólk um að skilja að ég get ekki gert það sem ég hef ekki heimild til að gera.“

Ólöf segir það verða að vera skýrt að hún taki ekki ákvarðanir um örlög hælisleitenda. Hún hafi ekki aðkomu að þeim og ekki innsýn í nákvæman rökstuðning bakvið hvert og eitt mál þar sem það þarf ekki að kynna þessar ákvarðanir fyrir ráðuneytinu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert